Calendar

Kynningarfundur Horizon Europe: Fæðuöryggi, lífhagkerfið, náttúruauðlindir, landbúnaður og umhverfismál

  • 29.6.2021, 14:00 - 15:00, Rafrænn viðburður

Dagana 21. júní - 30. júní stendur Rannís fyrir opnum kynningarfundum á netinu um Horizon Europe þar sem farið verður yfir þjónustu Rannís og helstu áherslur hvers klasa (cluster). Fundirnir eru einkum ætlaðir starfsfólki háskóla, rannsóknastofnana og nýsköpunarfyrirtækja. Við viljum benda á að kynningarnar eiga margt sameiginlegt, sérstaklega hvað varðar þjónustu Rannís og umsóknarferlið. Kynningarnar fara fram á íslensku.

Nauðsynlegt er að skrá sig en aðgangur er ókeypis. Þau sem skrá sig á kynningarfund fá sendan hlekk á fundinn að morgni fundardags eða daginn áður.

Meðal umfjöllunarefnis:

  • Þjónusta Rannís
  • Umsóknarferlið
  • Meginefni hvers klasa

Að auki mun styrkþegi innan hvers klasa segja frá umsóknarferlinu, áskorunum og hindrunum og svara spurningum ef tími leyfir.

Dagsetningar upplýsingadaga:
This website is built with Eplica CMS