Calendar

Tækifæri til sóknar á sviði nýsköpunar og orku með rúmenskum fyrirtækjum á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

  • 19.5.2021 - 20.5.2021, Veffundur

Tilefnið eru styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs EES til verkefna tengdum græna hagkerfinu, bláa hagkerfinu, endurnýjanlegri orku og upplýsingatækni. Styrkirnir eru veittir rúmenskum félögum sem eru hvött til samstarfs við íslensk. Þannig er hvatt til samstarfs milli Íslands og Rúmeníu og íslenskir aðilar fá tækifæri til að flytja út sína þekkingu og skapa frekari tækifæri í Rúmeníu. 

Skráning á viðburðinn og nánari upplýsingar um opin köll

Eftirfarandi verkefni eru meðal þeirra sem verða kynnt á viðburðinum, en bæði tengjast þau nýsköpunaráætlun Uppbyggingarsjóðsins í Rúmeníu:

  • Auglýsing fyrir umsóknir um stærri verkefni á sviði nýsköpunar. Heildarfjárhæð sem er til úthlutunar er 7.355.329 evrur en styrkir til hvers verkefnis eru á bilinu 200.000 til 1.000.000 evra. Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2021.
  • Auglýsing fyrir umsóknir um smærri verkefni á sviði nýsköpunar. Heildarupphæð sem er til úthlutunar er 5.508.241 evrur, en styrkir til hvers verkefnis eru á bilinu 50.000 til 200.000 evra. Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2021.

Jafnframt er vakin athygli á því að opið er fyrir umsóknir á sviði jarðvarma, nánari upplýsingar um það kall veitir Baldur Pétursson hjá Orkustofnun

Íslensk fyrirtæki eru hvött til að nýta sér þennan viðburð til að tengjast rúmenskum félögum í þeim tilgangi að eiga við þau samstarf. Slíkt samstarf gefur íslenskum aðilum tækifæri til að flytja út sína þekkingu og skapa frekari tækifæri í Rúmeníu. 

Tengiliður hjá Rannís: Egill Þór Níelsson
This website is built with Eplica CMS