Opnunarhátíð samstarfsáætlana ESB
Nýjar samstarfsáætlanir ESB, sem gilda árin 2021-2027, verða kynntar á fjórfaldri opnunarhátíð í beinu streymi frá Borgarleikhúsinu, fimmtudaginn 15. apríl kl. 14:00-16:00.
Á hátíðinni verður farið yfir helstu nýjungar og styrkjamöguleika Erasmus+ á sviði menntunar, æskulýðsmála og íþrótta, Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlunarinnar, European Solidarity Corps fyrir sjálfboðaliða- og samfélagsstarf ungs fólks og Creative Europe á sviði skapandi greina. Einnig verður litið um öxl og góðum árangri síðustu ára fagnað í óformlegu spjalli við styrkþega sem segja sínar sögur. Loks verður sagt frá vinnustofum og nánari kynningum um hverja áætlun sem skipulagðar verða í framhaldinu.
Rannís hefur umsjón með samstarfsáætlunum ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar, menntunar, menningar og æskulýðsmála á Íslandi.
Vertu með og taktu daginn frá!