Calendar

Rafrænn upplýsingafundur um opið kall Digital Europe um þróun á öruggu og traustu gagnarými fyrir fjölmiðla (media)

  • 20.10.2022, Rafrænn kynningarfundur

Markmið fundarins er m.a. að tengja hagsmunaaðila sem hafa áhuga á að sækja um þátttöku í verkefninu. 

Meginmarkmið kallsins sem kynnt verður á fundinum er að koma upp öruggu og traustu gagnarými, sem gerir fjölmiðlum (media) kleift að deila, nálgast og vinna með gögn á hagkvæman hátt. Í þessu samhengi getur fjölmiðlun náð yfir breytt svið miðlunar m.a. ýmiskonar útgáfustarfsemi, fréttamiðlun, hljóð- og myndvinnslu, fjarskipti útvarps og sjónvarps, kvikmyndir, tölvuleiki og auglýsingastofur.

Nánari upplýsingar og skráning á fundinn

Með því að sameina tæknilega innviði er markmiðið að styrkja samkeppnishæfni evrópskra fjölmiðla, efla nýsköpun og opna á ný viðskiptatækifæri meðal annars með þróun samkeppnishæfra streymisveitna (online platforms). Gagnarýminu er ætlað að sameina tæknilega innviði, tryggja öruggan aðgang að mikilvægum gagnasöfunum fjölmiðlageirans og þróa gagnaþjónustu sem passar við evrópsk gildi, einkum siðfræði, jafnrétti og fjölbreytileika.

Nánari upplýsingar um kallið (Funding and tender portal) 

Nánari upplýsingar um Digital Europe áætlunina 








This website is built with Eplica CMS