Calendar
Fyrirtækjastefnumót fyrir nýsköpunarfyrirtæki
Tilgangurinn með fyrirtækjastefnumótinu er að auðvelda leit að samstarfsaðilum í Rúmeníu, Noregi og Lichtenstein og auðvelda undirbúning og þróun umsókna í Uppbyggingarsjóð EES fyrir næsta umsóknarfrest sem er 14. júlí 2022. Sjá frétt á vef Rannís.
Stefnumótið verður haldið á netinu 19. maí nk. kl 8:00 að íslenskum tíma og þemað er m.a þróun á nýjum og grænum tæknilausnum innan bláa hagkerfisins og á sviði upplýsingatækni.
Skráning og frekari upplýsingar
Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi með því markmiði að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu