Calendar
Kynningarfundur um styrki Tækniþróunarsjóðs með áherslu á Hagnýt rannsóknarverkefni
Markmið Hagnýtra rannsóknarverkefna er að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.
Fundurinn er ætlaður rannsóknastjórum og væntanlegum umsækjendum hagnýtra rannsóknarverkefna, þ.a.m.:
- háskólar
- opinberar rannsóknastofnanir
- opinber fyrirtæki
Boðið er upp á léttar veitingar.
ATH: Getum ekki ábyrgst að hlekkur verði sendur tímanlega ef skráning er gerð með litlum fyrirvara.
Tækniþróunarsjóður verður með viðveru í Grósku alla föstudaga (frá og með 10. febrúar) fram að umsóknarfresti og í mars bætast við miðvikudagar eftir hádegi (15. mars er seinasti dagurinn).