Calendar
Nýliðun í vísindasamfélaginu: Úthlutunarfundur Rannsóknasjóðs 2024
Úthlutun Rannsóknasjóðs og fundur í tilefni hennar verður föstudaginn 12. janúar næstkomandi.
Yfirskrift fundarins er "Nýliðun í vísindasamfélaginu". Fyrir fundinn munu allir umsækjendur fá tölvupóst með niðurstöðu stjórnar.
Fundurinn fer fram á Hótel Reykjavík Natura og hefst klukkan 14:00 auk þess sem fundurinn verður í beinu streymi.
Dagskrá*
- Opnun fundar - Sigríður Valgeirsdóttir, skrifstofustjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis
- Katrín Möller, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands
- Jón Emil Guðmundsson, lektor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
- Úthlutun Rannsóknasjóðs 2024: Þóra Pétursdóttir varaformaður stjórnar Rannsóknasjóðs
- Styrkþegar 2024 og myndataka
Fundarstjóri: Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
Léttar veitingar að loknum fundi.
Öll velkomin en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Smelltu hér til að skrá þig á fundinn
*Dagskrá birt með fyrirvara um breytingar