Calendar
Rannsóknasjóður: Opinn hádegisfundur stjórnar
Boðið verður upp á léttan hádegisverð fyrir gesti en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi.
Markmið fundarins er að fá veganesti í stefnumótun stjórnar Rannsóknasjóðs með því að stofna til samtals við vísindasamfélagið um starfsemi sjóðsins og um umsóknar- og matsferlið.
Er brýnt að breyta áherslum, reglum eða verklagi, og þá hvernig?
Óskað er eftir því að gestir fundarins skrái sig svo hægt sé að áætla magn veitinga.