Rannsóknaþing, úthlutun Rannsóknasjóðs og afhending Hvatningarverðlauna 2025
Á Rannsóknaþingi eru tekin fyrir stefnumál á sviði rannsókna og nýsköpunar, litið til baka og horft til framtíðar.
Á hverju þingi er settur skýr fókus á tiltekið umfjöllunarefni og í ár verður sjónum beint að því hvernig Ísland getur stutt sem best við háskóla og rannsóknastofnanir við að sækja og reka alþjóðlega samkeppnisstyrki.
Dagskrá*
- Setning Rannsóknaþings
- Hingað og lengra: Vísindi á heimsmælikvarða
Inger Midtkandal, sérfræðingur hjá norska rannsóknaráðinu
og landstengiliður Horizon Europe í Noregi.David Loic Daniel Reimer, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði-
og þjóðfræðideild Háskóla ÍslandsErna Sif Arnardóttir, dósent við verkfræði- og tölvunarfræðideildir
Háskólans í Reykjavík
- Úthlutun Rannsóknasjóðs
- Afhending Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs
Fundarstjóri: Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís.
*Birt með fyrirvara um breytingar.
Að loknu þingi er boðið upp á léttar veitingar.
Öll eru velkomin á Rannsóknaþing en gestir eru þó beðnir um að skrá sig á þingið.
Rannsóknaþing fer að hluta til fram á ensku
Einnig verður hægt að fylgjast með Rannsóknaþingi í beinu streymi