Calendar
Sjálfbær þróun á norðurslóðum, nýtt NordForsk kall
Markmið:
Meginmarkið kallsins er að styðja við rannsóknarsamstarf þátttökulanda á norðurslóðum með það að leiðarljósi að tryggja sjálfbæra þróun á svæðinu. Lögð er áhersla á að fjármagna þverfagleg rannsóknarverkefni þar sem möguleikar eru á að samfélagsleg áhrif verði umtalsverð.
Kallið er ekki þematengt en þrjú lykilorð eru mikilvæg fyrir umsækjendur að hafa í huga; öryggi, náttúruauðlindir og/eða samfélagsbreytingar.
Nánari upplýsingar á vef NordForsk
- Áhugasömum umsækjendum er bent á að þann 19. mars frá 14:00-15:00 að íslenskum tíma verður haldin vefstofa um kallið:
Skráning á vefstofu
- Ef þú vilt komast í samband við aðra áhugasama umsækjendur skaltu skrá þig á tengiliðalista kallsins:
Skráning á tengiliðalista