Calendar
Upplýsingadagur Evrópska nýsköpunarráðsins (EIC) og Lyfjastofnunar Evrópu (EMA)
Markmiðið með viðburðinum er að kynna þá stuðningsþjónustu sem Lyfjastofnun Evrópu (EMA) veitir vísindafólki og fyrirtækjum (SME) sem starfa í lyfja- og heilbrigðistækni.
Ekki er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn sem fer fram í streymi.
Streymi, dagskrá og nánari upplýsingar
Viðburðurinn er sérstaklega gagnlegur:
- Ef þú ert frumkvöðull í heilbrigðistæknigeiranum og hefur hlotið fjármögnun frá EIC eða öðrum áætlunum ESB.
- Ef þú ert á frumstigi þróunar heilbrigðis- eða lyfjatækni og villt kynna þér regluverk og vita hvaða stuðningur er í boði.
- Ef þróun þín í heilbrigðis- og/eða lyfjatækni er langt komin og þú vilt kynna þér hvernig þú getur best sótt þjónustu Lyfjastofnunar Evrópu, svo sem PRIME eða almenna vísindaráðgjöf.