Calendar
Upplýsingadagur og tengslaráðstefna Horizon Europe - félags- og hugvísindi
Upplýsingadagur:
Á upplýsingadeginum 18. október verður sérstök áhersla lögð á að kynna þau 28 köll sem opna 4. október 2023 með umsóknarfesti 7. febrúar 2024.
Áhugasömum umsækjendum gefst þannig tækifæri til að fræðast um inntak kallanna og eru þeir hvattir til að horfa áður á upptökur með kynningu á köllunum og senda inn spurningar fyrir upplýsingadaginn.
Dagskrá, upptökur og nánari upplýsingar
Tengslaráðstefna:
Þann 19. október nk. verður rafræn tengslaráðstefna á vegum netsins Net4Society fyrir alla sem vilja finna samstarfsaðila fyrir umsóknir. Tengslaráðstefnur gefa einstakt tækifæri til að koma sjálfum sér og/eða sinni stofunun á framfæri.
Hægt er að hafa samband við Sigrúnu Ólafsdóttur sigrun.olafsdottir@rannis.is með spurningar sem kunna að vakna.