Calendar
Upplýsingafundur um LIFE 2023
English versionMiðvikudaginn 19. apríl næstkomandi mun Gyða Einarsdóttir, landstengiliður LIFE á Íslandi, kynna LIFE áætlunina sem er umhverfis- og loftslagsáætlun ESB.
Auk Gyðu mun Luca Angelino, sérfræðingur hjá European Climate Infrastructure and Environment Executive Agency hjá Framkvæmdastjórn ESB kynna sérstaklega undiráætlunina um Orkuskipti (Clean Energy Transition – CET).
Upplýsingafundurinn fer fram í húsakynnum Rannís í Borgartúni 30 og stendur frá kl 13:00 til 15:00. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum Teams.
Skráning er opin til 17. apríl.