May 2025

May 2025

(Skip calendar)
M T W T F S S
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Calendar

Kynningarfundur Rannís um LIFE áætlunina

Áhugasamir, hvort sem er á staðnum eða á Teams, skrái sig eigi síðar en 26. maí nk.:

Skráning á kynningarfund


LIFE er samkeppnissjóður sem hefur fjármagnað verkefni á sviði loftslags- og umhverfismála frá árinu 1992 en það er fyrst á þessu tímabili sem Íslendingar taka þátt. Með þátttöku Íslands í áætluninni gefst ólíkum aðilum á Íslandi, s.s. sveitarfélögum, frjálsum félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum kostur á að sækja um styrki til umhverfisverkefna á sviði LIFE-áætlunarinnar.

Núverandi tímabil áætlunarinnar tekur til áranna 2021-2027 og alls eru rúmlega 5,4 milljarðar evra til úthlutunar á tímabilinu. Lögð er áhersla á fjögur meginsvið;

  • náttúru og líffræðilega fjölbreytni
  • hringrásarhagkerfið og lífsgæði
  • loftslagsbreytingar - aðlögun
  • aðgerðir og orkuskipti

Birtar voru auglýsingar eftir umsóknum þann 17. maí 2022 og finna má þær á styrkjagátt Evrópusambandsins (EU Funding & Tenders Portal).

Styrkjagátt ESB

English version








This website is built with Eplica CMS