Vefstofa: Opin vísindi í Horizon Europe
Krafan um Opin vísindi er orðin stærri og umfangsmeiri í Horizon Europe en í fyrirrennara áætlunarinnar Horizon 2020 og er tekin til mats í öllum þremur hlutum umsókna. Taka þarf tillit til reglna um opnar birtingar og opin gögn, en jafnframt að þekkja hugtök eins og þátttöku almennings.
Rannís fær til sín sérfræðing í ábyrgum vísindum og nýsköpun frá FFG í Austurríki, Michalis Tzatzanis, sem hefur umfangsmikla reynslu og þekkingu á málaflokknum. Í kjölfarið verður umræða um stöðu og þróun Opinna vísinda á Íslandi í samhengi við Horizon Europe umsóknir. Vefstofan er einkum ætluð rannsóknastjórum og mögulegum umsækjendum í Horizon Europe. Vefstofan verður á ensku og er ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig:
Fundarboð með hlekk á vefstofuna verður sent þeim sem skrá sig.